Leita í fréttum mbl.is

Heilsumánuður

Maí mánuður verður tileinkaður heilsunni í vinnunni hjá mér.  Frábært framtak hjá okkar fólki, lögð verður áhersla á holla hreyfingu og matarræði. 

Fysta vikan verður tileinkuð hjólreiðum sem passar vel því átakð Hjólað í vinnuna hefst á miðvikudaginn.  Örninn verður með kynningu á hjólasportinu í hádeginu á morgun og seinna í vikunni verður fyrirlestur um yoga.  Við erum komin með tvö lið í minni deild og það verður barist til síðasta blóðdropa.  Yfirlýsingar um að hjóla 20 - 30 km 'detour' á leið í og úr vinnu og svo telur líka ef maður hleypur.  Ég sé alveg fyrir mér að fara helgarhringinn minn á (ekki) leiðinni í vinnu og hjóla svo einhvern útúrdúr heim úr vinnunni, stökkva af hjólinu og hlaupa hálftímann áður en ég fer inn til mín, það má!  Samningaviðræður við maka og börn næst á dagskrá Tounge.

Næsta vika verður svo tileinkuð hlaupum, vúhúúú... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband