Leita í fréttum mbl.is

Glanni

Held ég verði að segja skilið við Glennurnar og sækja um hjá Glönnunum...

Fór á hjólinu (n.b. mínu hjóli) í vinnuna í morgun, ákvað að slaka aðeins á í hlaupunum fyrir keppnirnar framundan.  Ég er svona eins og 10 ára strákur á hjóli, ég hjólaði aldrei neitt sem heitir sem krakki og er þess vegna ennþá að læra mín takmörk, sbr. að það er ekki hægt að hjóla í mjög djúpum snjó og hvernig á að láta sig vaða niður tröppur og svoleiðis.

Akkúrat núna er ég líka eins og 10 ára strákur sem þarf að læra sína lexíu...  Það var svo gaman að hjóla í morgun í góða veðrinu að ég lét mig þvílíkt gossa niður allar brekkur og tók vel á því.  Á hvínandi siglingu lagðist ég vel í síðustu beygjuna inn á bílaplanið í vinnunni og ... krashhhbaaaannggg!!!  Rak pedalann í jörðina í vinstri beygjunni, flengdist í loft upp og lenti á hægri hliðinni á malbikinu.  Eins og alltaf þá eru fyrstu viðbrögð að dröslast á fætur og athuga hvort einhver hafi séð mann, næst skakklappaðist ég með hjólið inn í bílageymsluna en þegar þangað var komið var ég að missa rænuna, gat ekki læst hjólinu og ráfaði inn á skrifstofunar á neðstu hæðinni.  Þá var mér orðið svo óglatt að ég settist úr í horn með hausinn á milli hnjánna og reyndi að ná áttum.  Eftir nokkrar mínútur tók ég stöðuna og sá að ég var hvergi brotin, en ansi illa krambúleruð á hægri hliðinni.  Ég náði ekki í Þórólf svo ég endaði með að hringja í Pabba gamla, 'Pabbi, ég datt á hjólinu, geturðu sækt mig...'  (liggur við), alla vega leið mér eins og hálfskömmustulegri smástelpu.

Ég þykist nú oftast vera voða mikill jaxl og vildi bara komast heim og í sturtu, en pabba leist ekkert á ástandið á mér, fékk mig til að samþykkja að bíða eftir að mamma liti á mig.  Henni leist heldur ekki nógu vel á blikuna og keyrði mig upp á slysó.  Ég var ennþá með svona aulahroll þar sem ég sat á biðstofunni, þrátt fyrir að vera öll blóðug og rifin.  En það var sennilega eins gott að ég hlustaði á mömmu gömlu.  Ég hafði fengið vægan heilahristing, sárin voru hreinsuð almennilega, olnboginn á mér var saumaður saman og mjöðmin límd og plástruð.  Ég þarf að hafa saumana í 10 daga og má helst ekki bleyta þetta mikið.

Ég setti upp besta hvolpasvipinn minn og spurði lækninn þegar hann var búin að tjasla mér saman: 'Má ég ekki samt fara Gullsprettinn laugardaginn ef ég pakka þessu voða vel inn og ...Blálónsþrautina á sunnudaginn (voða lágt)?  'Ef þú treystir þér í það, þá ætla ég ekki að banna þér það, en það er nú þannig að þegar maður lendir í svona slysi þá er yfileitt dagur númer tvö og þrjú sem eru verstir...'

Ohhh well, sjáum til GetLost 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

áiáiái... vonandi batna þér fljót. Ég er með svona svipaðan hjólastíl (fékk það að heyra áðan) en hefur sloppið hingað til. 7-9-13. En ég myndi nú sleppa öll þessi keppni um helgina...  "...helst ekki bleyta saumin" - þá er best að svitna sem minnst.

Corinna (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 19:58

2 identicon

Þú hristir þetta af þér. Þú hefðir átt að fá námskeiðið Hjól 101 með Skotta þegar hann fór í fóstur til þín. Pedalastaða í beygjum er grundvallaratriði. Gott að þetta fór ekki verr. Komaso!

Gísli ritari (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:11

3 identicon

Samúð.

Oddur (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:01

4 identicon

Glannien þetta hefði sko getað verið verra

Fjóla (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:54

5 identicon

Þú ert svakaleg stelpa.... heppin að vera óbrotin. Fall er fararheill, gangi þér vel um helgina.

Elín Reed (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 08:23

6 Smámynd: Sigrún Þöll

kjánaprikið! það liggur við að maður geti ekki slakað á í vinnunni fyrr en þú mætir, um daginn faukstu og núna þetta!

algjör kjáni hehe :) en þetta er nú samt svoldið kúl :)

Sigrún Þöll, 12.6.2009 kl. 08:23

7 identicon

Duglega duglega kona - þú hristir þetta hratt af þér og ef þú keppir - vinnur þú af því að þú ert svo einbeitt.

Ása (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 20:26

8 identicon

Þetta er lexían sem maður lærir víst bara "the hard way".   Að hafa petalann upp þegar maður legst í beygju.

Bibba (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband