Leita í fréttum mbl.is

Betri í dag en í gær

Var ansi stirð og stíf í morgun en er öll að koma til.  Það sem háir mér mest er að ég fékk ansi þungt högg á öxlina og á erfitt með að lyfta einhverju með hægri hendinni og ég var frekar dösuð í dag. 

Besta er að lappirnar á mér sluppu alveg ótrúlega vel, smá sár á hnénu og einn marblettur sem ég finn ekki fyrir nema þegar ég sest á hækjur mér, sem ég þarf náttúrulega ekkert endilega að gera þessa dagana.  Búin að prófa að skokka hring í kringum borðstofuborðið og það var ekkert mál, þá hlýt ég að geta lufsast Gullsprettinn ef ég plasta mig í bak og fyrir..., erhaggi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um að gera að fara varlega og þekkja sín takmörk. Þú verður að forðast að synda í Laugarvatninu þetta árið : ) í Gullsprettinum þar sem það eykur möguleikana á sýkingu í sárunum. Þú hefur sloppið ótrúlega vel og um að gera að fara vel með sig því maður verður oft lurkum laminn á öðrum og þriðja degi og jafnvel lengur.

Steinn (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Þetta hljómar nú eins og þú talir af reynslu :)  Áttu svona dettisögu/ur kannski.  Mér liði sko miklu betur þá .

Eva Margrét Einarsdóttir, 12.6.2009 kl. 20:46

3 identicon

Sæl Eva

 Váá þetta hefur verið rosalegt, ég er nú sammála síðasta ræðumanni þú hefur sloppið ótrúlega vel vona að þú náir þér sem fyrst !!

Með bata kveðju

Díana Sig.

diana (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband