Leita í fréttum mbl.is

Gullspretturinn 2009

Stóðst ekki mátið, ótrúlega fallegur dagur og skrokkurinn bara miklu betri en ég þorði að vona.  Tengdapabbi kom og sótti okkur rétt fyrir hádegi og við lögðum í hann á Laugavatn.  Ég var með lítið ferða apótek með mér sem innihélt sótthreinsandi vökva, grisjur, plástra og plastpoka til að hlífa skurðunum. 

Skemmst frá því að segja að þetta hlaup gekk eins og í sögu, reynslan spilar heilmikið inní, ekki að keyra sig út í mýrunum í byrjun og vera vel vakandi yfir leiðinni svo maður lendi ekki ógöngum.  Í kvennaflokki var aldrei spurning um hver myndi sigra, hún Aníta (litla skottið hennar Bryndísar Ernsts) þaut af stað og ég sá aldrei í hana á leiðinni!  Ég var næst á eftir henni fyrstu 2 km en þá fór einhver kona fram úr mér sem ég þekki ekki, hmmm...  

Ég hélt mínu striki, slakaði á í mýrunum og jók svo hraðann á betra undirlagi.  Eftir rúma 5 km var ég aftur farin að nálgast keppinautinn sem hafði verið töluvert langt á unda mér og ég sá að það var smuga að ná henni.  Nokkru síðar kom tækifærið og ég lét vaða og hélt forskotinu til enda.  Hlaupið endaði svo á blóðugum endasprett milli okkar Geirs og ég þykist hafa tekið hann á sjónarmun þar til annað kemur í ljós Wink.  Tíminn mjög ánægjulegur 46 mínútur rúmar en ég er að bæta mig um 3 mínútur rúmar í þessu hlaupi.

Þórólfur varð annar í hlaupinu á rúmum 40 mínútum, ætli við fáum ekki bara Fálkaorðuna fyrir silfrið...  Ótrúlega skemmtilegur dagur og í mínum huga er þetta eitt skemmtilegasta hlaupið á landinu. 

Annars verð ég líka að hrósa henni Völu Glennu sem gerði sér lítið fyrir og var fyrst kvenna í  7 tinda hlaupinu, glæsilegt.   Glennur rokka!

IMG 1224
Æsilegur endasprettur!
IMG 1228 
Ívar, Oddur og gamla konan glöð að leikslokum.
IMG 1222
 Lilja búin að finna sér leikfélaga
 IMG 1235
Jafn þreytt og foreldrarnir á heimleiðinni :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir hlaupið Eva! Þetta var yndislegt hlaup, Geggjað út í gegn. þarna spilaði reynsla stóra rullu og gaman að enda á þessum fína spretti!

Geiri (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já takk sömuleiðis!  Við höfum örugglega bætt okkur meira en annars, á því að elta hvort annað

Eva Margrét Einarsdóttir, 15.6.2009 kl. 14:20

3 identicon

Til hamingju með þetta Eva og Þórólfur! Djöfull ertu annars drullufitt, stelpa. Maður kaupir ekki svona six-pack úti í búð, hvað þá í Ríkinu!

Sóla (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband