Leita í fréttum mbl.is

RM 2009

Það ískraði í okkur hjónum af spenningi í morgunsárið.  Við vissum bæði að að allt þyrfti að ganga upp til þess að við næðum okkar háleitu markmiðum og ég held svei mér þá að ég hafi ekki verið svona spennt fyrir hlaup í háa herrans tíð.  Ég er yfirleitt svo svakalega raunsæ og jarðbundin að það er ekki oft sem ég læt tilleiðast að reyna að ná markmiðum annarra fyrir mína hönd en í þetta skiptið þá ákvað ég að fara út fyrir þægindaboxið og láta vaða. 

Planið var sem sagt að negla mig á hælana á Bigga og sjá hvað ég entist lengi.  Á þriðja km fann ég að hraðinn var of mikill, einsetti mér þá að hlaupa með hérunum fyrstu 5 km, sem ég kláraði á rétt innan við 20 og slaka svo á til að taka ekkert úr mér, en jafnframt halda mínu sæti.  Seinni hlutann af hlaupinu var ég að spá í hvernig ég ætlaði að hlaupa á fimmtudaginn á brautinni í 5000 m, hvað ég gæti hjólað hratt næstu helgi og var farin að hlakka til að taka þá í Reykjanes maraþoninu Grin.  Skilaði mér í mark á 42:06 og var 5. kona í heildina.  Uppskera dagsins var brons í aldursflokki og svo tókum við (Gummi og Hrönn) brons í sveitakeppninni. 

Þórólfur varð 11. í heildina á 37:11 en hann og félagar (Siggi og Þorsteinn) sigruðu sveitakeppnina!

Gabríel ákvað okkur til mikillar ánægju að vera með í 3 km skemmtiskokkinu þegar við fórum í Höllina að sækja gögnin okkar.  Pabbi hans hljóp með honum en hann stóð sig með sóma og var með þeim allra fyrstu í mark á rétt um 15 mínútum.

Við mæðgur tókum svo Latabæjarhlaupið saman.  Í fyrra hljóp ég með hana Lilju á öxlunum en í ár hljóp litla skottið alla leiðina sjálf og þegar ég segi hljóp, þá meina ég hljóp!   Ég sagði henni að ég sæi í rassinn á Íþróttaálfinum og við þyrftum að ná honum og það fannst henni alveg hrikalega fyndið; 'Rassinn á Íþróttaálfinum!!!'.  Hún skríkti og hló allan tímann, órtrúlega gaman hjá henni.

Frábært að fylgjast með góðum árangri vina og kunningja í dag, uppfull af stolti yfir mínu fólki!

2009 08 Latabæjarhlaup

Við áttum svo stefnumót við ÍR-inga seinnipartinn.  Hópurinn hittist á Caruso með fjölskyldurnar með og þar áttum við frábæra samveru, fengum góðan mat og skiptumst á skemmtilegum sögum.  Eftir matinn röltum við aðeins um bæinn áður en við fórum heim, dauðþreytt öll sömul eftir frábæran dag.

 

Caruso

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FLott hjá ykkur.

Ásta (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:47

2 identicon

Takk fyrir samveruna Eva og co. Þetta var svakalega skemmtilegur dagur í alla staði.

Alma María og fjölskylda (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband