Leita í fréttum mbl.is

Betra er seint...

Í kvöld er afmæliskaffiboð fyrir familínuna heima hjá okkur.  Það á reyndar engin afmæli núna.  Við erum bara að fara að halda uppá afmæli strákanna (17. og 19. júlí) og vorum ekki búin að finna tíma fyrr...  Í gær sleppti ég þess vegna sprettæfingunni með ÍR-ingum og hljóp í staðinn smá hring inn í Elliðaárdal beint eftir vinnu, til að geta svo útréttað fyrir veisluna.  Í gærkvöldi krúttuðumst við hjónin svo við að baka (Þórólfur sér um gerbaksturinn á heimilinu) og undirbúa heita rétti ofan í mannskapinn.  Á meðan gátum við horft á litla sjónvarpið okkar inní eldhúsi, allt annað líf!!! 

Í dag var ég í þjálfarahlutverki í hádegisskokkinu, það er voða gaman til tilbreytingar.  Samstarfskona mín er að fara eftir Sub 50 prógramminu og það voru 3 * 2000 m sprettir á 4:55 pace á dagskránni.  Hún stóð sig eins og hetja, rúllaði þessu upp stelpan.  Gaman.

Ég var búin að ímynda mér að nú færi að róast hjá mér í keppnum, þ.e. að það færi að minnka úrvalið, ég veit vel að ég þarf ekki að vera með í öllu Wink.  En það er nóg um að vera, Víðavangshlaup Framfara, Hjartadagshlaupið, Víðavangshlaup Íslands, Powerade, Haustþon...  Við erum þá bara að tala um næsta mánuð, jeehawww...  Maður verður ekki feitur, fúll og slappur á meðan.

Kamarinn
Frúin að koma út af kamri á leið í Kerlingarfjöll, fullt af áhorfendum, mjög spes!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir leyniorðið. Nú getur maður haldið áfram að ná sér í kraft af síðunni hjá þér. Kv. Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Velkomin

Eva Margrét Einarsdóttir, 24.9.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband