Leita í fréttum mbl.is

Fjölskylduhelgi

Áttum alveg hreint frábæra helgi, fengum fullt af hreyfingu, hellinga af hvíld og nutum þess að vera með fjölskyldunni okkar.

Við hjónin sváfum óvenju lengi á laugardaginn en þegar við loksins dröttuðumst á fætur fórum við með litlu skvísuna okkar í Sprotalandið og hlupum nirðí bæ og öfugan RM hring.  Við skiljum ekkert í því hvað við erum slöpp síðustu km... eins gott að það sé liðið hjá fyrir haustþonið! 

Mamma og pabbi komu í kaffi til okkar seinnipartinn og svo kom afi Þór og passaði Lilju á meðan við fórum í svaka fjörugt sextugs afmæli hjá vinnufélaga hans Þórólfs.  Gabríel fór í sveitina til hans Sverris og fékk að vera yfir nótt. 

Í dag tókum við svo stutt hlaup og góða sundæfingu á eftir.  Eftir blund kom afi Þór, sótti Lilju og fór með hana í Kolaportið.  Við notuðum barnlausan tíma til að versla fyrir vikuna, náðum meira að segja að fara á bókamarkað. 

Vorum glöð að fá krakkana heim og eiga kósíkvöld til að binda hnút á góða helgi.  Hérna eru nokkrar myndir frá því um helgina:

 

Með afa Einari

Lilja skoðar skallann á afa Einari, lánar honum smá hárlokk og kitlar hann á bumbunni...

Með afa Þór

Afi Þór og Lilja að kubba saman

Með Gabríel

Gabríel passar Lilju útí garði, sem er bara orðin eins og fínasti róló!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegar myndir. Börnin þín eru alveg yndisleg.

Dagbjört Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Það er ekki hátt á þeim risið núna þessum elskum.  Bæði eins og druslur, með háan hita, hósta, hausverk o.s.frv.   Einhvers konar flensa á ferð, það er alveg klárt...

Eva Margrét Einarsdóttir, 13.10.2009 kl. 11:24

3 identicon

Sama sagan á mínum bæ, einn með 40.6 og annar með 39 stiga hita.

Ásta (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband