Leita í fréttum mbl.is

Svínarí, sund og sprettir

Lífið hefur verið í aðeins öðrum gír síðustu daga, bæði börnin okkar hund veik og við skiptumst á að hjúkra þeim.  Gabríel er nú reyndar á góðum batavegi núna, var hitalaus í dag, farinn að geta borðað pínulítið og er að ná upp smá þrótti aftur.  Lilja er ennþá með háan hita, vorum að gefa henni stíl rétt áðan og koma henni í bólið.  Hún er ekki par hrifin af því að það sé verið að pota í hana og mótmælir hástöfum: 'Ég er ekkert lasin!!!' og svo heldur hún varla höfði, freka mikið krútt...

Systkin í flensu

Við Þórólfur fórum á hörku sundæfingu í gær, þjálfarinn var komin í annan gír og við fengum að synda fyrir allan peninginn.  Æfingin gerði 1900 m hjá mér og ég hef ekki synt svona hratt síðan Mads var að pína mig í gamla daga.  Hún lætur okkur líka synda kafsund til að þjálfa lungun og í fyrsta tíma komst ég tvisvar yfir alla leið (25 m) og þá er maður komin í þá klemmu að geta ekki gert ver...   Hrikalega gaman að taka aðeins á því.

Í dag var svo sprettæfing með íR-ingum, ég fékk að fara í þetta sinn.  Góð upphitun, (3 * 300m sprettir og 100m skokk á milli) - þrjú sett og 400m skokk á milli setta.  Eftir þetta var svo boðið upp á þrek sem innihélt hinar stórskemmtilegu fótalyftur, hnébeyjur, plankann á alla kanta og í desert voru 2 * 40 framstig.  Ljúffengt að venju, ég finn strax mikinn mun á hraðanum í stuttu sprettunum .

Á skokkinu um daginn þá rifjaðist upp fyrir mér atvik frá því ég var unglingur og var að passa hana Eyrúnu litlu frænku mína (sem er ekki lítil lengur og heldur virtur dýralæknir á Austurlandi!!!).   Í þá daga voru ekki til keyptar barnaspólur en maður tók upp Stundina okkar og annað sem maður vildi horfa á aftur.  Eyrún vildi fá að horfa á spólu sem hún hafði séð áður hjá okkur en hún var ekki alveg viss hvað spólan hét.  'Hún heitir eitthvað svona svín...'.  Það var ekki búið að gera myndina um Babe eða grísinn Badda og ég var ekki að skilja hvað hún meinti.  Eftir langa mæðu og margar tilraunir fann ég loksins myndina sem hún vildi horfa á, döhhhh.... 

Það var að sjálfsögður Grease LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held ég sé LOKSINS að verða hress, hitalaus í fyrsta sinn í meira en viku. VEI!!! Hlakka ekkert smá til að komast í sundið á þriðjudaginn og vonandi næ ég einni æfingu á morgun.

Kveðja, Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já, sææællll...  Þú fékkst sko flensu fyrir allan peninginn.  Verður gott að fá þig aftur svo ég þurfi ekki að hugsa um hann Odd, alein .

Eva Margrét Einarsdóttir, 19.10.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband