Leita í fréttum mbl.is

Heiðmerkurtvíþraut 2009

Var bara nokkuð spræk eftir Víðavangshlaupið og til í aðra lotu á sunnudagsmorguninn.  Veðrið var bara gott miðað við fyrri ár, ekki mikill vindur.  Við fengum nokkrar góðar hellidembur á okkur á leiðinni en þess á milli glennti sólin sig.

Ég er alltaf með í tvíþrautinni þegar ég get, þetta er ótrúlega skemmtileg keppni (4 km hlaup - 15 km hjól - 4 km hlaup) og eina sem vantar er að fleiri konur taki sig til og mæti.  Í gær mættu 12 karlar og tvær konur til leiks.  Þrautin gekk vel, ég var bara ánægð með formið, var að bæta tímann minn um ca. 1 og 1/2 mínútu.  Ég var ekki með neina klukku í þetta sinn og er ekki frá því að það sé bara þægilegra.  Ég hef líka yfirleitt skipt um pedala á hjólinu mínu til að þurfa ekki að skipta um skó en ég nennti því ekki í þetta sinn, tók þetta bara sem æfingu í skiptingum í leiðinni.  Ég fann mikinn mun á hjólaleggnum, yfirleitt hafa karlarnir verið að taka mig í nefið þar en ekki í þetta sinn, hélt mínu sæti eftir hlaupið.  Ég varð 9. í heildina á 1:13:14, fyrst kvenna, hérna eru annars úrslitin.

Hérna er mynd af hópnum sem hún Alma tók.  Á hana vantar Hákon Hrafn sem varð 2. í heildina.

Tvíþrautarhópur

Við Gabríel fórum svo á bæjarrölt saman seinnipartinn.  Byrjuðum á að kíkja á DVD markað, fórum svo í Kolaportið, kaffihús og enduðum í Kringlunni.  Gabríel var með hluta af afmælispeningnum sínum með sér og það var fyndið að sjá hvað hann pældi mikið í hvort það væri þess virði að eyða honum í hitt og þetta.  Hann var t.d. ekki til í að kaupa DVD mynd á 1000 kr. fyrir sína peninga.  Hann keypti sér tvo skammta af hákarli á 150 kr. í Kolaportinu sem hann gúffaði í sig af bestu lyst.  Bestu kaupin voru samt hrikalega flottir fótboltaskór sem við fundum á spottprís í Útilíf.  Þegar hann var búin að kaupa þá var samþykkt að setja restina af peningunum í bankann Wink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með þrautina skvís :)

verð að koma á framfæri afsökun minni sem konu í þessum geira hehe ;)  er nefninlega meidd á fæti og á ekki að vera að hlaupa, fer í liðþófaaðgerð í nóvember :o/

María Ögn (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Já saknaði þín svo sannarlega!  Leiðinlegt að heyra með meiðslin en ég veit þú ert skynsöm og kemur þér í toppform á ný .  Gangi þér vel og sjáumst alla vega í prjónaklúbbi ef ekki á brautinni!

Eva Margrét Einarsdóttir, 19.10.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband