Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Klósettpappír og fleira

Gabríel er að taka þátt í fjáröflun fyrir fótboltann, ef einhver hefur áhuga á að styrkja hann þá getið þið sent póst á eva@isb.is með pöntun.

Núna erum við að fara af stað með sölu á klósettpappír, eldhúsrúllum einnig hreinlætispökkum og bílasnjókúst. (sérstaklega hentugum fyrir jeppaeigendur).  Um mjög vandaðar og góðar vörur er að ræða en eitthvað hafa þær hækkað frá því fyrr á árinu.

Nánari lýsingu á vörum má nálgast á meðfylgjandi skjali Auglsing_vegna_WC_slu.doc 

  

 

 
 
      
         
VörurTilboð #VerðHlutur / seljanda    
WC deluxe# 15500 kr1528 kr     
WC 400 blaða# 24500 kr1524 kr     
Eldhúsrúllur# 33700 kr1471 kr     
Hreingerningarpakki# 42000 kr800 kr     
Hreingerningarpakki minni# 51500 kr601 kr     
Kertapakki# 61500 kr601 kr     
Bílasnjókústur# 71600 kr600 kr

Þjóðfundur 2009

Fyrir ekki svo löngu síðan, var komið að máli við mig og ég beðin um að taka þátt (sem starfsmaður)  í Þjóðfundi 2009.  Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekkert heyrt um Þjóðfund eða Mauraþúfuna og vissi ekkert hvað viðkomandi var að tala um.  En eftir smá kynningu og lýsingu á mínu hlutverki lét ég slag standa og ákvað að vera með. 

Í gær var ég á undirbúningsfundi og fannst mjög gaman.  Hlakka til að taka þátt í þessu verkefni, þetta verður spennandi og ég á örugglega eftir að læra heilmikið af reynslunni.


Gamlar myndir og bréf

Við mamma tókum okkur til og fundum fram nokkur bréf sem ég skrifaði stóra bróður mínum þegar ég var 6 ára og hann var í námi í Noregi.  Ég skannaði líka inn nokkrar gamlar myndir í leiðinni.

Fjölskyldan

Mamma, Einsi, Baddi, Sverrir, Orri og ég í fanginu á pabba.

Bréf til Einsa 1

Á litla gula miðanum er ég búin að teikna mig með tannkýlið.

Bréf til Einsa 2

Þarna var ég loksins búin að segja frá strákunum sem lögðu mig í einelti þegar ég var 6 ára.

Eva 6 ára

Bekkjarmynd í 6 ára bekk.

Bréf til Einsa 3

Sko það er oftast hægt að leysa málin með því að tala um þau!

Bréf til Einsa 4


Hvað ef...

Lenti í smá atviki að kvöldi til fyrir um tveim, vikum eftir sundæfingu.  Ég stóð í andyri sundlaugarinnar að spjalla við vinnufélaga þegar ég tók eftir unglings pilti hlaupa í áttina að bílaplaninu á fleygiferð.  Nokkru síðar komu fleiri hlaupandi og mér datt helst í hug að þetta væru krakkar í eltingaleik eða eitthvað svoleiðis þangað til ég heyrði stelpu sem kom hlaupandi á eftir garga; 'Ekki gera þetta, hættið þessu!!!'.  Það lék enginn vafi á, að eitthvað mikið var að.

Ég henti frá mér sundtöskunni og hljóp á eftir krökkunum án þess að hugsa.  Ég fann hópinn á bak við sendibíl þar sem einn unglingurinn hélt öðrum föstum með hálstaki upp við bílinn og var að berja hann.  Ég reif í hnakkadrambið á stráknum og henti honum frá og hugaði að hinum stráknum.  Villingurinn varð alveg brjálaður og ætlaði í gömlu konuna, sagði mér að drullast í burtu svo hann gæti barið helvítis negrann.  Hann slæmdi hnefanum í áttina til mín en hefur sennilega ekki áttað sig á því að hann ætti í höggi við kellu sem tekur 50 armbeygjur og 30 upphífingar án þess að blása úr nös...   Ég greip í handlegginn á honum og horfði í augun á honum meðan ég sagði honum ósköp rólega að hér yrði ekki slegist og hann og hans pakk skyldu hypja sig í burtu.  Hann blótaði eitthvað út í loftið og hypjaði sig svo.

Strákurinn sem varð fyrir ofbeldinu, var að sjálfsögðu í mjög miklu uppnámi, skalf og náði varla andanum.  Ég tók hann undir handlegginn á mér og sagði honum að slaka á, ég ætti strák sem væri alveg eins og hann, bara nokkrum árum yngri, hann þyrfti ekkert að óttast, ég sæi til þess.  Ég spurði hvort hann myndi treysta sér til að komast heilu á höldnu heim en svo var ekki.  Ég spjallaði við hann á meðan hann róaðist og svo skutluðum við hjónin honum heim að dyrum.  Á leiðinni sagði hann okkur undan og ofan af sinni sögu og ég reyndi að gefa honum öll góð ráð sem ég gat hugsað mér á leiðinni.

Þó ég hafi hugsað heilmikið um þetta þá ræddum við þetta svo sem ekkert mikið.  Þetta kom aðeins til tals í vinnunni, fleiri vinnufélagar voru á staðnum og fyrstu viðbrögð hjá mörgum voru að spyrja mig, hvað ef?  Hvað ef þeir hefðu verið með hnífa?  Hvað ef allir hefðu ráðist á þig?  Hvað ef...?  

Ég er svo glöð að vera ekki með svona mörg 'hvað ef...' í hausnum á mér.  Eina 'hvað ef-ið' sem skipti máli í þessu tilfelli var, hvað ef þetta væri barnið mitt?

Ég skrifaði einu sinni bloggfærslu um útlendingahatur.  Ég skrifaði hana í kjölfarið á umræðum í þjóðfélaginu og jú, jú, það voru ýmsir meira segja nálægt mér sem fengu mig til að hugsa og kryfja hvað mér fyndist í raun og veru um þessi mál.  Færslan var ekki hugsuð sem árás á einn, né neinn og henni var ekki beint að neinum persónulega.  Það hvarflaði reyndar ekki að mér að nokkur sem ég þekkti sæi sjálfan sig í þessari færslu (þ.e. í hlutverki útlendingahatarans), ekki í raun og veru og það kom mér algjörlega í opna skjöldu, þegar ég komst að því að svo væri.  Færslan átti bara að vekja fólk til umhugsunar um hvaða áhrif útlendingahatur getur haft.

Hvað ef ég hefði aldrei skrifað einhverja bloggfærslu?  Hvað ef ég segði ekki það sem mér fyndist?   Hvað ef ég myndi passa mig á að gera aldrei eitt né neitt nema vera alveg viss um hvaða afleiðingar það hefði?  Hvað ef...

En í allt aðra sálma.  Skelltum okkur í Víðavangshlaup Framfara á laugardaginn og höfðum mikið gaman af.  Rok og rigning á Seltjarnarnesi eyðilagði ekki stemmninguna og ég held að þetta hafi verið fjölmennasta hlaupið hingað til (alla vega í ár).  Við tókum þetta eins og síðast, hlupum styttra sem upphitun og létum svo vaða í lengra hlaupinu.  Fríða Rún sigraði, Arndís Ýr varð önnur og Íris Anna þriðja.  Ég var fjóða, 15 sek. á eftir Írisi og var bara ánægð með daginn og formið.

Í dag fórum við á langa æfingu, lengstu æfinguna mína í heilt ár held ég!  Hittum þjálfarann í Laugum og við þrjú lögðum upp í rólegu æfingu vikunnar (rólegt hvað...).  Gekk þokkalega að hanga í þeim fyrstu 8 km en var svo aðeins farin að síga aftur úr.  Þá var ég á 4:46 pace-i!!!  Hékk í þeim út á Nes, kvaddi þar með kurt og pí og fór sömu leið heim, ekki á sama hraða Wink.  Hlaup dagsins gerði 19,52 km og svei mér þá ef ég fann ekki langhlauparann í mér aftur, þetta var bara gaman.


« Fyrri síða

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband