Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Í kollinum á mér...

Fór út að hjóla í morgun, þvílík blíða og hrikalega gaman því nú er ég komin í svo fína hjólaæfingu.  Ég brunaði að heiman, Sæbrautina út að Gróttu og tilbaka Ægissíðuna og Fossvoginn inn í Elliðárdal og heim, 25 km.   Á leiðinni þá er þetta að gerast í hausnum á mér; 'Vá hvað það er gaman að fara svona hratt!!!  Aumingja hlaupararnir, þeir rétt mjakast áfram, ef þeir bara vissu hvað það er gaman að þeysast áfram á hjólinu...   Hvernig nennir hann að berjast þetta með rokið í fangið...'. 

Það fyndna er að ég man oft eftir því á hlaupum að vorkenna hjólurunum: 'Æ, æ, þessi er örugglega að hjóla af því hann getur ekki hlaupið...  Það er náttúrulega ekkert betra en að hlaupa og það er sko miklu betra að hlaupa upp brekkur en hjóla upp brekkur...'.

Ég er búin að greina þetta.  Ég er sennilega haldin þeirri dásamlegu ranghugmynd að sama hvað ég er að gera, þá held ég að það sé best/skemmtilegast....

Litla lufs (a.k.a. Lilja) var voða glöð að fá mömmu sína heim aftur, endalaust af brosum og gleði í þessum litla kroppi, það vantar ekki:

2004 04 Hitt og þetta

Í myndum :)

2009 04 Símamyndir


Við mæðginin

Í dag er "Börnin í vinnuna" dagur hjá mér.  Gabríel kom til mín í hádeginu og hérna var boðið upp á pizzur og ís og svo verður skúffukaka í kaffinu.  Krakkarnir fá að rápa um hjá okkur og skoða vinnustað foreldranna og svo verður bíó í matsalnum.

En það er bara byrjunin.  Í fyrra vann ég nótt á Hótel Keflavík í Reykjanesmaraþoninu og ég ætla að bjóða syni mínum í skemmtiferð til Keflavíkur, bara við tvö.  Við leggjum af stað eftir kaffi og komum okkur fyrir á hótelinu.  Við ætlum svo bara að slæpast saman, fara út að borða, skella okkur í bíó í kvöld og ætli við byrjum ekki morgundaginn á að kíkja í ræktina.  Þvílík sæla að fá mömmu alveg út af fyrir sig og losna við litla dýrið í smá stund...  

Ég er náttúrulega líka þvílíkt ánægð með að fá að hanga með syni mínum, geri mér alveg grein fyrir því að tíminn flýgur og áður en langt um líður verður það ekki mest spennandi í heimi að vera með mömmu sinni.   Carpe Diem Joyful.


Get ekki hætt...

...að hjóla!  Fór í ræktina í morgun og tók klukkutíma á hjólinu.  Ég fann í gær á hlaupunum að ég er ekki að fara á fullt einn, tveir og þrír og þá er gott að hafa þetta svona í bland.  Fátt er svo með öllu illt, hvað haldiði?  Ég var svo mikið að hugsa um að koma mér í lag að ég er búin að fara tvisvar á dag í ræktina og voilà... ég sé kílóið mitt!!!  


2:35:51

Hugurinn hefur verið hjá félögum okkar sem tókust á við maraþon í dag, annars vegar hjá honum Bigga í París og hins vegar hjá Steini í Þýskalandi.  Það skiptast á skin og skúrir í þessum heimi, þeir hafa báðir æft ótrúlega vel og ekkert smá gaman að fylgjast með þeim í undirbúningnum.  Steinn hefur greinilega þurft að hætta keppni sem er bara sárgrætilegt. 

Lítur út fyrir að allt hafi gengið eins og í sögu hjá honum Bigga, tíminn 2:35:51 sem er 9. besti tími Íslendings frá upphafi og besti tíminn síðustu 10 ár, ótrúlega flott!

Hjartanlega til hamingju Biggi!


Ég fékk vísu líka!

Aldrei of seint að biðja...   Meðan aðrir hlaupa apríl yrkir ritstjórn Málbeinsins níðvísur um fólk.   

Galla finnur öllu á
aldrei brosað getur
Enginn virðist Evu þrá
eftir þennan vetur.


Ný vika

Síðasta vika var að mörgu leyti óvenjuleg en líka mjög skemmtileg og viðburðarrík.  Ég fékk mikil viðbrögð við greininni í Vikunni og fyrir mig var þetta jákvæð reynsla sem ég lærði heilmikið af og sé ekki eftir.

Framkvæmdunum á heimilinu lauk í gær og þá fluttum við aftur heim (eftir aðra lotu) frá mömmu og pabba.  Í þetta sinn var sambýlið enn nánara þar sem við bjuggum öll í kjallaranum því nú er verið að taka efri hæðina hjá þeim í gegn.  Farvell sérútbúni hafragrautur og sjálfvirki fataþvottur...

Annað sem var óvenjulegt var að ég hljóp ekki neitt þessa vikuna en í staðinn var ég dugleg að fara í Laugar á stigvélina og að hjóla.  Síðustu 11 daga er ég búin að stíga tæplega 70 km og hjóla rúmlega 150 km, kemur sér vel fyrir tví/þríþrautir framundan!  

Á þessari inniveru minni er ég búin að horfa á fullt af skemmtilegum þáttum en það sem stendur upp úr er að á laugardaginn hlustaði ég í fyrsta sinn á Simma og Jóa.  Vá hvað þeir eru hrikalega fyndnir!!!  Ég skellti uppúr oftar en einu sinni og nú er málið að ná sér í nokkra þætti á iPodinn, þvílíkir snillingar.

Fór í sjúkraþjálfun hjá Rúnari í gær og eftir pot, nudd og nokkrar stungur þá var ég útskrifuð, betri en ný og bila aldrei (aftur).  Má fara að hlaupa á laugardaginn, bíð með spretti í viku en má hlaupa eins langt og mig langar, jeeehawww...


« Fyrri síða

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband