Leita í fréttum mbl.is

Miðaldra kona í bumbubol...

...er bara ekki málið!!!

Fórum á æfingu í Laugum áðan og ég var eitthvað að flýta mér að taka til dótið mitt og greip með mér svart/hvíta hlýrabolinn minn (vel rúmur og síður...).  Þegar ég fer að klæða mig í Laugum þá kom í ljós að þetta var alls ekki svart/hvíti hlýrabolurinn, heldur pínulítill þríþrautartoppur sem nær svona hálfa leið niður að nafla.  Kvartbuxurnar náðu svo rétt upp fyrir mjaðmabein þannig að þarna stóð ég með bumbuna út í loftið eins og asni og ekkert hægt að gera í stöðunni en að bíta á jaxlinn og vona að ég hitti ekki neinn sem ég þekkti.

Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða bumbu varst þú með í dag??

Jóhanna Eiríksd. (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:30

2 identicon

nákvæmlega....og hvaða miðaldra kona var þarna með þér ????

Elfa (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:07

3 identicon

Þetta var meira svona ekki staður og stund fyrir bumbusýningu, hvort sem hún er stór eða lítil, fyrir utan að það er ekkert þægilegt að taka spretti í þröngum gellubol.  Ég get sko alveg farið í sund eða sólbað í bikiní en ég myndi aldrei rölta hring í vinnunni þannig skilurrru...  Og ég ætla að vona að ég sé orðin miðaldra (1-35 / 36-70 / 71-105...) 

Eva (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband