Leita í fréttum mbl.is

Fjölskyldulíf

Nú nýtur maður þess að taka þátt í venjulegu fjölskydulífi í staðinn fyrir að allt snúist um æfingar. 

Í gær eftir vinnu kom tengdapabbi til okkar og feðgarnir fóru út í garð og settu niður kartöflur.  Leigjendurnir okkar, Przemek og Pavel, höfðu nefnilega tekið sig til einn góðviðrisdaginn fyrir nokkru og stungið upp garðinn og gert alla undirbúningsvinnuna, þannig að það var allt klárt og bara að pota niður útsæðinu. 

Gabríel er alla daga á gervigrasinu eftir skóla og nú fáum við póst i hverri viku um fótboltamót hér eða fótboltamót þar.  Ekki alvega að syncha við hlaupadagskránna....  Ég klippti hann aftur um daginn og skerpti á hanakambinum, hrikalega flottur drengurinn Wink .

Agga kom uppveðruð í vinnuna í gær og sagðist vera búin að finna nýjan tíma í sólarhringnum!  Hún hafði skellt sér í sund með krakkana, eftir vinnu, fyrir kvöldmat.  Frábær hugmynd, þetta er nefnilega hálf ómögulegur tími hjá skottinu okkar, þreytt eftir daginn en ekki komin háttatími.  Dreif mig með hana Lilju í sund á meðan karlarnir voru í kartöflustússinu.  Það var þvílíkt gaman hjá okkur en þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem við förum í sund og það er ekki skítakuldi.  Lilja æfði sig með handleggjakútana, buslaði í heita pottinum og reyndi svo að stinga af með reglulegu millibili, fínasta æfing fyrir mömmuna. 

'Hvaredda?' ,  'Hvaredda?', 'Hvaredda?'...  Þetta er blómið, þetta er kútur, þetta er sturta... Ótrúlega skemmtilegur tími hjá henni Lilju en hún er eins og svampur, lærir ný orð og nýja hluti á hverjum degi núna.  Ég er búin að sýna henni hvar koppurinn er geymdur og hún fer reglulega og nær í hann, sest á hann og þykist pissa.  Hún tók svo syrpu með dúkkuna sína, fyrst átti hún að dansa, svo lúlla og svo pissa í koppinn.

Lilja í maí

Hún er líka mikil ævintýrakona, klifrar upp um allt og það er eins gott að hafa auga með henni úti, annars er hún horfinn.  Hérna er hún búin að ná í Indiana Jones hattinn og svipuna og kominn í gírinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil vel fótbolatmóts-pælingarnar í þér, Það þarf helst manneskju í fullu starfi við að vera á fóltboltavöllum landsins yfir sumartímann. En það er voða gaman, 'eg eyddi ansi mörgum sumrum svoleiðis. góða skemmtun

Jóhanna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband