Leita í fréttum mbl.is

Til að fá aðgang að nýju bloggi hjá mér...

Nýja bloggið mitt finnur þú hér!

Æfingarnar ganga vel

Er búin að teka hverja gæðaæfinguna á fætur annarri síðustu vikuna.  Á eftir Powerade var það 6*Suðurhlíðin í Öskjuhlíðinni á laugardag.  Á sunnudag fórum við Siggi Hansen saman, fór lengra og hraðar en planið var en gekk alveg ljómandi vel.  Á mánudaginn var það svo 5000 m sprettur á braut og ég hljóp á 20:33.  Hádegisskokk á þriðjudaginn ein með sjálfri mér og svo er 4*1100 m á dagskránni á eftir.  Er líka búin að hjóla í vinnuna alla dagana í þessari viku. 

Við höfum verið að taka heilmiklar þrekæfingar líka og ég er með þvílíkar harðsperrur eftir átökin.  Þetta hlýtur að skila sér!


Vörustjóri í afleysingum

Tók að mér að vera vörustjóri í Retail í afleysingum næsta mánuðinn.  Spennandi fyrir mig að prófa eitthvað nýtt og sjá hvernig þetta á við mig og þakklát fyrir að mér sér treyst fyrir verkefninu.


Powerade #3 2009

Gekk alveg ljómandi vel í Powerade, varð önnur á rétt rúmum 42 mínútum í rokinu.  Hefði getað tekið betri tíma hefði ég kosið að fórna skjólinu hjá Daníel Smára og Trausta.  Bjarnsteinn dreif mig svo með í flottan endasprett þar sem við skildum stóru strákana eftir.  Nú er ég komin í góða stöðu í stigakeppninni, er búin að planta mér örugglega í annað sætið í heildina og fyrsta í mínum flokk.

Þórólfur hljóp vel þrátt fyrir að hafa verið drullu lasin (thíhí) með magakveisu daginn áður.  Hann kláraði á rúmum 38 mínútum í þetta sinn.

Úslitin eru hér.


R.I.P.

Einhvern veginn þá komst ég aldrei almennilega í blogg stuð aftur eftir að ég tók mér hvíld í sumar.  Ég fann að ég var meira að rembast við að skila einhverju af mér af skyldurækni, ekki af því mig langaði alltaf til þess.  Ég fattaði þetta eiginlega bara núna um daginn þegar ég horfði á hana Lilju mína, sem er svo opin og skemmtileg.  Hún er ekki búin að missa þetta barnslega sakleysi ennþá, hún heilsar, knúsar, kjassar og syngur fyrir alla og býst alltaf við því besta frá öllum sem hún hittir.  Einhvern daginn á það eftir að breytast, en þannig er bara lífið.

Mér fannst alveg svakalega gaman að blogga hér áður fyrr, deila gleðinni í mínu lífi, skoðunum, sigrum og sorgum.  En mér finnst ekkert gaman að ritskoða sjálfa mig út í hið óendanlega.  Ég ætla að nota blogg tímann minn í annað á næstunni og er búin að finna mér ótrúlega spennandi verkefni í staðinn.  Núna er einmitt rétti tíminn til að söðla um, ekki vegna þess að að allt er ómögulegt, heldur einmitt vegna þess að allt er eins og ég vil hafa það.

Í dag sagði Lilja grafalvarlega við mig; 'Mamma, þegar þú verður amma, þá verð ég mamma.'  Það var einmitt það sem ég þurfti að heyra til að vera fullkomlega sátt við ákvörðunina.  Tíminn líður nefnilega alveg ótrúlega hratt og það er eins gott að nota og njóta hverrar einustu mínútu strax í dag.  Ekki einhvern tímann seinna þegar litla krílið sem hjúfrar sig að manni, er orðin mamma Kissing.

peysa

Gabríel tók þessa mynd af mér í dag, í nýju peysunni minni, sem ég var að klára að prjóna!

Amen.


Vottuð

Er algjörlega á haus þessa dagana en þegar jólastúss bætist ofan á vinnu og æfingar þá er ekki mikill tími aflögu.  En alla vega, þetta hefst og ég hef gaman af öllu sem ég geri þó svo ég væri til í aðeins fleiri klukkutíma í sólarhringinn.  Eða kannski ekki, ætli ég myndi bara ekki finna mér eitthvað meira að gera þá...

Er búin að vera á mjög skemmtilegu og fróðlegu námskeiði síðustu tvo daga sem skilar mér út í lífið sem vottuðum Scrum Master, sem þýðir að ég fæ pottþétt hlutverk í næstu Star Wars mynd Grin.  Scrum Master er heiti á hlutverki í ákveðinni aðferðafræði sem notuð er til að vinna hugbúnaðar verkefni og fyrir ekki svo löngu tók ég það hlutverk að mér í mínu teymi í vinnunni.  Planið var að taka vottunarprófið sem hluta af námskeiðinu en eitthvað klikkaði hjá þeim þannig að við tökum það bara á næstu dögum.  

Námskeiðið var haldið á Nordica og hluti af prógramminu var hádegismatur á Vox en nú eru þeir að bjóða uppá jólahlaðborðið sitt.  Ég tók góðan snúning á því á mánudaginn en hélt mig við sushi og ávexti í gær svo þetta myndi ekki enda með ósköpum.  Í dag er svo ráðstefna á Nordica og þriðji í jólahlaðborði Shocking.

Hörku sundæfing í gær, fór upp í 2500 metrana og synti meðal annars 5* 100m skrið/10 sek hvíld á milli og kláraði alla sprettina á 1:50 - 1:53.  Fyrir þetta námskeið átti ég best 1:51 í 100 m.  Jólaföndur í leikskólanum hjá Lilju í eftirmiðdaginn og svo er sprettæfing í Höllinni.  Jeehaww....

þessa frétt á ÍR-síðunni í morgun. Gott mál.


Jólastemmning

Enn ein góð helgin í safnið.  Byrjuðum laugardaginn á þrusu æfingu með ÍR-ingum, tók 21,6 km á 5:00 pace í frábæru veðri.  Toppurinn að fá góðan félagsskap til að halda sér við efnið.  Eftir hlaup fórum við í Langholtsskóla þar sem haldin var laufabrauðsdagur og Þórólfur tók eina vakt í að steikja og stóð sig með miklum sóma.  Ég fór svo á randið með mömmu í jólagjafastúss á Laugaveginn og í Kringluna.  Við vorum snarar í snúningum því við áttum miða á Jólasögu í Loftkastalanum klukkan fimm.

Við vorum voða spennt að fara í leikhúsið.  Gabríel var boðið í afmæli á sama tíma og ákvað að láta það ganga fyrir svo við buðum Mirru frænku með, en hún er fimm ára.  Stelpurnar voru að springa úr spenningi að sjá jólaleikrit.  Jaháhhh, það var nefnilega það.  Við erum ennþá aum í ras.... eftir þessa aftanítöku!  Tíuþúsundkall fyrir að sjá Ladda í sínum eigin fötum standa fyrir framan hvítt lak með tvo pappakassa á sviðinu og þylja upp texta...  Stelpurnar (og við) vorum alltaf að bíða eftir að sýningin myndi byrja, þangað til að við áttuðum okkur á því (ásamt hinum í salnum) að þetta var allt og sumt!  Ég hef ALDREI áður farið út af sýningu í miðjum klíðum áður en í þetta sinn var ég þeirri stundu fegnust að komast út með börnin og við breyttum leikhúsferðinni í snarhasti í ísbíltúr.  Mirra greyið sagði 'veistu það Eva, þeir hafa örugglega fært jólsýninguna, þetta var bara gamall kall að tala...'.  N.b. þessi sýning er auglýst sem metnaðarfull uppfærsla... fyrir alla aldurshópa...   VARÚÐ!  Mesta prump sem ég hef upplifað og aldrei séð eins mikið eftir aurnum.

Í dag fórum við í almennilega jólastemmningu í bæinn og horfðum á þegar kveikt var á Óslóartrénu.  Lilja var alsæl með jólasveinana og allt fólkið.  Kostaði ekkert Wink.

IMG_1896

Ég bjó til lítinn snjókarl fyrir Lilju meðan við biðum eftir jólasveinunum.

Með pabba sínum

Búið að kveikja á jólatrénu.

Og með mömmu gömlu

Jólasveinarnir rosa fyndnir.

 


Sprettir-sund-sprettir-hjól...

Góð sprettæfing í Höllinni á mánudaginn, nú finnum við hjónin verulegan mun á því hvað æfingarnar eru viðráðanlegri og maður er ekki alveg jafn búin á því eins og fyrstu vikurnar.   Sundæfingin í gær var líka óvenju góð, hélt miklu betur dampi og náði að fara 2 * 25 m í kafi sem segir mér að ég er að auka sundþolið.  Á eftir er svo aftur sprettæfing 1200-800-600-400-600-800-1200, aldrei prófa það áður W00t.

Í kvöld er dömukvöld hjá hjólreiðaversluninni Erninum.  Forsvarsmenn þess höfðu samband við mig fyrir nokkrum vikum og báðu mig um að taka þátt í þessu með þeim, sem var ekkert nema sjálfsagt.  Hlakka til!

Prjónafréttir: Hálfnuð með kragann!


Langt og mjótt

Dæmigert mjónuhlaup í gær, langt og rólegt (ÍR rólegt), sem hafði þær afleiðingar að vigtin var í sögulegu lágmarki, þ.e. miðað við síðustu mánuði.  Er komin akkúrat á þann stað sem ég vil vera, matarræðið í fínu lagi og í samræmi við aukið álag.  Ég fór tæpa 24 km í góða veðrinu, helminginn með ÍR-ingum og helminginn með Michael Bublé, mjög góð blanda.  Kom heim í nýbakað Sibbu-brauð (döðlubrauðið sem við fengum í brunchinum) en ég hafði skellt í það og hent inní ofn áður en ég lagði í hann og Þórólfur sá um að kippa því út fyrir mig.  Mmmmmm..., þarf að pikka inn uppskriftina og henda henni inn en þetta er klárlega búið að taka yfir tiltilinn uppáhaldsbrauðið mitt!

Við mæðginin fórum í verslunarferð eftir æfingu, guttan bráðvantaði nýjar legghlífar í boltann og svo er bara gaman að dingla saman.  Eftir blund hjá Lilju rölti ég með hana í Húsdýragarðinn.  Á leiðinni stálumst við til þess að gefa öndunum pínu brauð.  Gæsirnar voru svo aðgangsharðar við litlu prinsessuna að ég þurfti að forða henni uppá brúarhandriðið.  Þar sat mín alsæl og henti molunum í endurnar.  Í Húsdýragarðinum skoðuðum við selina, vísindaverið, nýfæddan kálf og svo fengum við að sjá þegar beljurnar voru mjólkaðar.  Annars var Lilja mest spennt fyrir því að láta mig bíða einhvers staðar (ALVEG KJURR MAMMA), hlaupa lengst í burtu og kalla svo 1,2 og 3 og þá mátti ég hlaupa á eftir henni.  Skríkti og hló.

Rólegheitakvöld og ég náði að prjóna slatta, komin upp fyrir ermar, nú er ég orðin spennt að klára!


Spretta hungur

Engin æfing á fimmtudag og föstudag, rólegheit á þriðjudag og miðvikudag, afleiðingin mikið hungur eftir góðri æfingu.

Það er líka svo gott að komast út og taka vel á því þegar maður er búin að vera á tveggja daga 'hard core' Dale Carnegie námskeiði sem krefst þess að maður fari stöðugt LANGT út fyrir sitt 'comfort zone', díhhhh...  Kom heim eins og barinn rakki!

En alla vega, hittum ÍR-inga við Seltjarnarneslaugina í morgun og eftir góða upphitun tókum við 3 * 1700 m hring sem innihélt 3 mislanga spretti, endaði á brekkuspretti upp Bakkavörina.  Eftir það var farið beint í 6 * brekkuspretti upp Bakkavörina.  Hrikalega góð æfing og ég fann mig mjög vel, var ekkert langt á eftir strákunum.  Samtals ca. 16 km.

Eftir æfingu fórum við í brunch hjá henni Sibbu.  Tengdapabbi skutlaði krökkunum til okkar í herlegheitin og við gæddum okkur m.a. á nýbökuðu döðlubrauði og ávaxtasalati, nammi namm.  Fékk uppskriftina af brauðinu og ætla að baka á morgun. 

Restin af deginum fór í að gefa góðum gestum kaffi og prjóna svolítið, er orðin spennt að klára nýjustu peysuna mína.  Farin að prjóna og hvíla mig fyrir 25+ í fyrramálið, yeeehawwww...


Næsta síða »

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband