Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Níu mánuðir - 1. hluti

Í febrúar, órafjarri allri kreppu datt inn til mín tölvupóstur frá Icelandair með tilboði til New York.  Ég sat í vinnunni og hugsaði með mér að það væri nú gaman að skella sér...  Hugsaði aðeins meira og reyndi að finna góða afsökun fyrir að slá til. 

Hmmm við eigum nú 5 ára brúðkaupsafmæli í nóvember og Þórólfur var hrikalega ánægður með það í fyrra þegar ég kom honum á óvart (fórum í Laugar Spa og á Argentínu) og 5 ára er nú soldið stórt og ef mamma er til í að passa fyrir okkur og hann hefur nú aldrei komið til New York og Lilja verður næstum orðin tveggja og ....  'Stelpur, ætti ég að láta vaða og kaupa ferðina???'

Í níu mánuði sagði ég ekki orð við manninn minn um ævintýrið sem var í vændum, þremur klukkutímum fyrir brottför opnaði hann umslag með síðustu vísbendingunni og missti andlitið.


Jákvæð áhrif

Hjólaði í vinnuna í morgun og tók allt í einu eftir því hvað allir bílstjórarnir eru tillitsamir við mig í umferðinni.  Það hefur ekki alltaf verið þannig, ég hef oft verið skíthrædd að hjóla á götunum og fundist ég vera fyrir.  En síðustu vikurnar hefur þetta breyst.

Mín kenning er að þetta sé eitt af jákvæðu áhrifum kreppunnar.  Nú ber fólk virðingu fyrir hjólreiðamönnum, ekki lúxusjeppa eigendum...


Meira grín!!!

Rauðvínslottó í vinnunni í dag.  Þarf ég að segja meira...  Þið getið skoðað þessa færslu til að vita nokkurn veginn hvernig þetta fór fram í dag, eini munurinn er að ég bað Hildi um að draga fyrir mig.  í dag kom ég með súkkulaðikökur frá Þórólfi og hafrakökur frá mér.  Góðar hugmyndir að sértaklega ljúffengu bakkelsi fyrir næsta úrdrátt eru vel þegnar, veitir ekki af... Shocking.

Fyrir þá sem hafa áhuga á tölfræði:

  • Það eru 9-12 manns í pottinum
  • Það er búið að draga 10 sinnum frá upphafi
  • Ég er búin að vinna 6 sinnum
  • Í dag var ég að vinna fjórða pottinn í röð

 Góða helgi!


Dagurinn í gær

Bibba skammar mig stundum fyrir að tala bara um það sem er gott og skemmtilegt og þá lítur út fyrir að ekkert erfitt eða leiðinlegt gerist nokkurn tímann hjá mér...  Fyrir Bibbu þá ætla ég að skrifa tvær útgáfur af deginum í gær:

Hálf fullt

  • Lilja svaf út (og við þá líka Smile ), vaknar venjuleg upp úr sex...
  • Var samferða manninum í vinnuna Heart
  • Fór út að skokka með vinnufélögunum í hádeginu, vííí... LoL
  • Lilja fékk aldeilis fína umsögn á foreldrafundi í leikskólanum, algjörlega búin að vefja öllu starfsfólkinu utan um litlu fingurna sína með því að brosa með öllu andlitinu og blaka augnhárunum...
  • Eldaði grjónagraut fyrir englana mína, það er vinsælt Joyful
  • Söng fyrir Liljuna mína og klóraði henni á bakinu áður en hún fór að sofa Kissing
  • Mamma og Pabbi kíktu í kaffi Smile
  • Kúrði upp í rúmi með Gabríel áður en hann fór að sofa Kissing

Hálf tómt

  • Sváfum yfir okkur og panikk time að koma öllu liðinu af stað á réttum tíma
  • Þurfti að keyra manninn í vinnuna...
  • Skrapaði hægri hliðina af bílnum okkar í bílakjallaranum í vinnunni
  • Gabríel datt á hausinn í skólanum og pabbi hans þurfti að fá lánaðan bíl til að koma honum heim
  • Þurfti að sækja manninn í vinnuna í hádeginu til að fara á foreldrafund
  • Maðurinn þurfti svo að skutla mér í vinnuna eftir foreldrafund
  • Lilja grenjaði í korter í matartímanum því hún vildi EKKI sitja í sætinu sínu og borða grautinn!  Vildi sitja á kolli eins og hinir, mamman var ekki á því að gefa sig
  • Gabríel vældi um að fá hund og skilur ekki af hverju við erum svo vond að leyfa honum það ekki
  • Lilja var ekki á því að fara í bleyju og náttföt fyrir svefninn, annað korter í garg og slagsmál þangað til að mamman tók til sinna ráða og afgreiddi málið

Þegar ég er gömul og grá og hef ekkert betra að gera en að lesa gamlar bloggfærslur og rifja upp liðna tíma þá er bara fyrri hlutinn sem skiptir máli, þess vegna er glasið alltaf hálf futt!

DSC00310
Yndisleg þessi börn...

Hafrakökur

Langt síðan ég hef átt svona afslappaða og notalega helgi.  Engin keppni, bara skemmtilegar æfingar annars vegar með Laugaskokki á laugardag og svo með Glennunum í dag, lúxus.  Á báðum æfingunum var mikið talað um æðislega góða hafraköku uppskrift á Laugaskokks síðunni.  Tók mig til og bakaði í dag og þessar kökur eru bara algjör snilld!!!  Bauð mömmu og pabba í kaffi og smakk og svo fengum við Guðrúnu Hörpu og co. í aðra umferð.  Svona eiga sunnudagar sko að vera.

2008 10 Bakstur

Hafrakökur


« Fyrri síða

Höfundur

Eva Margrét Einarsdóttir
Eva Margrét Einarsdóttir

Ætlar að hlaupa styttra og hraðar...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband